Um okkur

Bike.is er vefverslun sem býður upp á hjól og tengdar vörur frá spænska hjólaframleiðandanum BH Bikes, ásamt fleiri vörumerkjum. Bike.is er samtengt Fjallakofanum, en allar vörur sem eru í boði hér á síðunni er líka hægt að skoða nánar í verslun Fjallakofans, Kringlunni 7.

Fjallakofinn - og starfsfólk þess- hefur að geyma mikla reynslu á sviði útivistar og útiveru. Það hefur því lengi legið fyrir að breikka vöruúrval Fjallakofans og einn liður í því er að bjóða upp á reiðhjól í háum gæðaflokki, eins og á við um aðrar vörur sem Fjallakofinn hefur upp á að bjóða.

Nú vorið 2017 er stigið merkilegt skref í sögu Fjallakofans með samstarfi við BH Bikes en Fjallakofinn ehf og Stoðtæki ehf, heildsöluarmur fyrirtækisins, eru með umboðs og dreifingarsamning á Íslandi fyrir allar vörur BH Bikes.

Fjallakofinn ehf rekur þrjár verslanir, Reykjavíkurvegi 64 Hafnarfirði, Kringlunni 7 Reykjavík og Laugavegi 11 Reykjavík.