BH hjólin

BH hjólin hafa í yfir 100 ár verið samnefnari fyrir reiðhjól, hjólreiðar, drenglyndi og sjálfsuppbyggingu. Ótal fjöldi barna hafa hikandi snúið sínum fyrstu pedölum á þessum tíma og fjölmargt afreksfólk hefur náð hámarki sínu á BH hjóli frá stofnun.

Sagan þessara hjóla hefst í bænum Eibar árið 1909 þegar bræðurnir Beistegui (Beistegui Hermanos á spænsku) stofnuðu verksmiðju í þeim tilgangi að framleiða vopn. Fljótlega í upphafi seinni heimstyrjaldarinnar varð þörf á léttum og handhægum fararskjóta. NIðurstaðan og þróunin út úr því varð létt, sterkt og meðfærilegt reiðhjól. Þeir undu því kvæði sínu í kross og hófu að framleiða reiðhjól í stórum stíl til að svara þessu kalli.

Árið 1935 var BH búið að marka sér varanlega stöðu í Spænsku reiðhjólasenunni þegar fyrsti reiðhjólameistaratitillinn kom í hús. Í framframhaldinu hóf fyrirtækið að þróa betri keppnishjól og betrumbæta hönnunina og má rekja fjölmargar þróanir á reiðhjólum til þessara tíma. Samhliða góðum árangri keppnishjólana, þróaði fyrirtækið og framleiddi hjól fyrir almennan markað af miklum krafti.

Árið 1959 flutti fyrirtækið stafsemi sína í sérþróaða verksmiðju í Victoria, þar sem það er enn í dag.

Fyrirtækinu gafst þá betri aðstaða til að þróa og breikka vörulínu sína verulega og hefur það alltaf verið kappkostur fyrirtækisisns að vera framarlega í allri vöruþróun.

Árið 1970 kynnti fyrirtækið BH Fitness línuna, sem er í dag ein öflugasta vörulína líkamsræktartækja á markaðnum.

Frá árinu 1985 hafa keppnishjól BH unnið fjölmargar keppnir og verið framarlega í Evrópu á sínu sviði.

2008 kynnti BH rafhjólalínuna sína til sögunnar og hefur hún frá þeim tíma verið leiðandi á sínu sviði í Evrópu og hlotið fjölmörg verðlaun, meðal annars Eurobike Award 2011 fyrir NEO rafhjólin.

Nú 100 árum seinna er fyrirtækið enn í eigu Beistegui fjölskyldunnar og á þessum tima hafa fjölmargar tæknilegar nýjungar litið dagsins ljós, m.a. Ultralight ramminn, tvöfölda demparakerfið á Lynz hjólunum og NEO rafhjólalínan.

BH stefnir á að halda ótrauð áfram í sínni vegferð með gæði, vöruþróun og þjónustu að leiðarljósi.

Allar ýtarlegri upplýsingar um BH vörurnar er að finna á heimasiðu BH Bikes.